Æskan og hesturinn er hápunktur hjá ungum hestamönnum. Sýningin í ár er í byrjun apríl og verða að sjálfssögðu atriði frá Fáki. Við auglýsum eftir þátttakendum til að taka þátt í þessum atriðum hjá Fáki og eru áhugasamir vinsamlega beðnir að hafa samband á fakur@fakur.is og þarf að láta koma fram nafn, farsímanúmer forráðamanns, aldur og getu barns því það verða getuskiptir hópar.

Einnig verður pollahópur á sýningunni og verður skráning á það þegar nær dregur.

Æskulýðsnefnd.