Spegill, spegill segð þú mér, hver er best ríðandi hér?

Í dag verður byrjað að setja upp spegla í TM-Reiðhöllina (svo fallega fólkið í Fáki geti nú speglað sig og séð gæðinginn sinn). Einhvert ónæði verður af þeim völdum en þar sem við fáum betri vinnuaðstöðu þá verðum við að taka tillit til þess því annars þyrfti að loka höllinni á meðan þetta væri gert. Þeir sem koma inn í dag eru því á eigin ábyrgð á meðan á uppsetningu stendur.