Sigvaldi L. Guðmundsson tamningamaður á Kvistum ætlar að fjalla um nálgun sína á ungum hrossum, leiðina í hnakkinn og fyrstu skrefin í reið.

Sigvaldi sem er reiðkennari frá Háskólanum á Hólum hefur frumtamið hross í yfir 20 ár og hefur sankað að sér reynslu og fræðslu úr ýmsum áttum. Undanfarin ár hefur hann kennt frumtamningar við bæði Háskólann á Hólum og við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Sýnikennslan fer fram í TM reiðhöllinni í Víðidal fimmtudaginn 1. október klukkan 20.

Aðgangseyrir 2500 kr. og posi á staðnum.