Í næstu viku fer námskeiðahald Fáks á fullt en það byrjar frekar snemma í ár.  Opið er fyrir skráningar í Sportabler á öll námskeið sem hefjast nú í janúar.

Þar er hægt að nálgast lýsingu á hverju námskeiði fyrir sig.  Minnum á að hægt er að nota frístundarstyrk 2024 á öll námskeið fyrir börn yngri en 18 ára.

Hér að neðan má sjá þau námskeið sem eru í boði og lýsingu á þeim:

Henna og Sigrún bjóða upp á vetrarþjálfun fyrir polla og börn

Æfingar hefjast fimmtudaginn 11. janúar og er frá kl 16:30-19:30. 

Námsefnið verður fjölbreytt:

Áseta og stjórnun

  • Ábendingar og gangtegundir (hæfniviðmið knapamerki 1 og 2)
  • Þrautir og leikir sem hjálpa knöpunum að skilji eðli hestsins, hvernig hann hugsar og lærir.
  • Undirbúningur fyrir þátttöku í vetrarmótum
  • Undirbúningur fyrir munsturreið/slaufur og sýningaratriði.
  • Undirbúningu fyrir fyrstu skref í hindrunarstökki.

Hóparnir verða stig skiptir:

  1. Þau sem eru að ná jafnvægi á hestbaki og eru að taka fyrstu skrefin í stjórnun. Geta haft aðstoðarmann til að byrja með.
  2. Þeir knapar sem eru að æfa sig í að stjórna á reiðleiðum og grunnstjórnun.
  3. Lengra komnir sem eru tilbúnir í frekari áskoranir.

Keppnisnámskeið með Kára Steins og Vigdísi Matt

Námskeiðinu er skipt upp í 2 hluta:

  • Fyrri hluti:10.janúar- 27.mars er undirbúningstímabil – Skráning opin
  • Seinni hluti: 3.april- 22.maí er meiri áhersla lögð á æfingar fyrir keppni úti á velli – Skráning opnar í mars.

Kári og Vigga kenna saman með tvo knapa í einu og er kennsla 30 mín á hvern nemanda.
Kennt verður 1 sinni í viku á miðvikudögum í reiðhöllinni í Víðidal. 

Á námskeiðinu verður boðið uppá:

  •     Æfingu með íþrótta-/gæðingadómara
  •     Fyrirlestur með knöpum
  •     Sýnikennslu  
  •     Sætisæfingar

Einkatímar með Vilfríði Fannberg fyrir 18 ára og yngri í C-tröð

Á þessu  námskeiði verður kennslan einstaklingsmiðuð að getu knapa og hests.  Kennt verður í reiðhöllinni í C tröð. Um er að ræða átta 40 mínútna einkatíma á laugardögum. Í samráði við kennara er möguleiki á meiri eftirfylgni hvort sem það er í keppni eða annað.

Fákar og fjör – Lánshestanámskeið vorönn 2024

Fákar og fjör býður upp á reiðkennslu á ársgrundvelli þar sem við leggjum áherslu á fjölbreytt starf og að allir geti fundið sig í hestamennskunni. Klúbburinn hentar bæði byrjendum og vönum hestakrökkum. Um kennsluna sjá þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow, en báðar eru þær menntaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum.

Við höfum í gegnum hestaíþróttaklúbbinn reynt að koma á móts við þá sem hafa áhuga á því að stunda íþróttina en hafa ekki aðgang að hesti. Kennslan fer fram 1x – 2x í viku á félagssvæði Fáks.