Á næstu dögum og vikum verður farið í hin ýmsu verkefni á Almannadalssvæðinu sem nýtast hestamönnum á öllu félagssvæði Fáks.

Reykjavíkurborg leggur árlega framkvæmdafé til svæðisins og hefur það verið notað til uppbyggingar innviða eins og reiðvega. Aðkoma Fáks er að velja verkefni hverju sinni í samráði við borgina og hesthúseigendur í Almannadal. Auglýst var eftir tillögum að framkvæmdum í Almannadal 14. maí síðastliðinn.

Hér er stutt upptalning á þeim verkefnum sem unnin verða í ár:

  • Bætt verður vikri í keppnisvöllinn í Almannadal.
  • Bætt verður úr öryggi þar sem riðið er yfir bílveg í Rauðhóla.
    • Öryggisgirðin verður sett milli reiðvegar og bílvegar.
    • Keyrt verður efni í dældina við hliðina á bílvegi.
    • Einungis verður hægt að ríða yfir bílveg á einum stað og merkingar verða settar upp.
    • Lýsing verður sett í undirgöngin undir Suðurlandsveg
  • Lýsing verður bætt þar sem reiðvegur þverar bílveg við Fjárborg.
  • Hluti reiðvegar næst bílvegi verður lagfærður sunnan við Vegbrekkur.
  • Grysjað verður norðan Almannadals þar sem reiðgötur mætast.

Hér má sjá loftmynd af framkvæmdasvæðinu.