Síðastliðinn föstudag tilkynnti Landssamband hestamannafélaga nýjan landsliðshóp fyrir fullorðna og undir 21 árs fyrir árið 2021. Þar á Fákur hvorki meira né minna en 10 knapa; 8 í A-landsliði fullorðinna og 2 knapa í U21-landsliðshópnum.

í A-landsliðshópnum eru eftirfarandi fulltrúar Fáks:

  • Benjamín Sandur Ingólfsson
  • Jóhann Rúnar Skúlason
  • Konráð Valur Sveinsson
  • Teitur Árnason
  • Árni Björn Pálsson
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Hinrik Bragason
  • Viðar Ingólfsson

Í U21-landsliðshópnum eru eftirfarandi fulltrúar Fáks:

  • Hákon Dan Ólafsson
  • Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Óskum við þessum knöpum til hamingju með árangurinn og tilnefninguna.

F.h. stjórnar Fáks,

Hjörtur Bergstað