Fákur býður ungum félagsmönnum sérstaka aðstoð og aðstöðu til að stunda sína hestamennsku í vetur. Boðið verður upp á um 30 pláss fyrir aldurshópinn 10 – 18 ára á verulega niðurgreiddu verði. Hópurinn tekur virkan þátt í umhirðu og öllu því sem fellur til í húsinu.

Karen Woodrow, reiðkennari, hefur yfirumsjón með starfinu og verður hópnum til halds og trausts.

Hér er hægt að sækja um pláss í félagshesthúsi Fáks í vetur  https://goo.gl/forms/pc2ItnuSxJUsm3Z23