Veisla ársins verður laugardaginn 7. október, en þá er hið árlega Herrakvöld Fáks. Villibráðarhlaðborðið mun svigna undan kræsingum eins og undanfarin ár. Veislustjóri verður Siggi Svavars og ætlar Einar Kárason, rithöfundur, að fara með gamanmál og er því ekki seinna vænna fyrir hestamenn að fara að koma hláturvöðvunum í form fyrir kvöldið og taka daginn frá því þar sem þeir tveir koma saman þar verður gaman.

Happdrættið verður á sínum stað og eru nokkrir vígalegir vinningar þegar komnir í hús og von á fleirum.

Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk. Miðaverð er 8.000 krónur og fylgir kvennamiði hverjum keyptum miða og verður stelpunum hleypt inn á miðnætti. Danshljómsveit Margrétar Friðriksdóttur mun spila fram á rauðan morgun.

Miðasala er í fullum gangi í Skalla Hraunbæ (best að greiða með reiðufé). Betra að tryggja sér miða sem fyrst en miðasala er til næsta fimmtudags.

Það stefnir í feikna fjör 7. október og hvetjum við alla til að taka daginn frá og byrja að undirbúa sig og vinahópa sína fyrir eitt skemmtilegasta kvöld ársins.