Mynd af keppendum og stjórnendum.

Mynd af keppendum og stjórnendum.

Liðmenn Fáks gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Sörlamanna í spurningakeppni hestamannafélagana. Keppnin var bráðskemmtileg og fjörug en okkar menn náðu að landa öruggum sigri enda engir aukvissar þar á ferð. Lið Fáks skipuðu Saga Steinþórsdóttir, Logi Laxdal og Hilmar Guðmannsson. Keppnisfyrirkomulagið er mjög skemmtilegt og vel útfært hjá þeim Harðarmönnum. Fákur keppir svo aftur eftir þrjár vikur og þá þurfa að koma fleiri stuðningsmenn til að hvetja okkar menn áfram. Hægt er að sjá stiku úr keppninni inn á isibless.com http://www.isibless.de/article.cfm?id=4791