Í dag og næstu morgna mun hestvagn vera á ferðinni á svæðinu en verið er að æfa fyrir Hestadaga í Reykjavík. Þeir sem eru á viðkvæmum hestum athugið þetta sérstaklega því hestar geta hlaupið ef þeir eru ekki öruggir. Einnig að taka tillit til hestins sem dregur vagninn því hann er ekki mikið vanur. Leiðin sem hestvagninn fer er aðallega frá Reiðhöllinni og niður á stóra völl.