Haustdagskrá Fákar og fjör hefst í byrjun september. Kennslan fer fram í hópum, en lögð er áhersla á að nemendur fái kennslu sem hentar aldri, getustigi og áhugasviði hvers og eins.

Námskeiðið stendur yfir 12 vikna tímabil sem skiptist í tvær sex vikna lotur. Fyrri hlutinn er sex vikna tímabil (byrjun sept – miðjan október) þar sem nemendur verða aðallega í verklegum reiðtímum og kennt verður tvisvar til þrisvar í viku. Síðari hlutinn (vika 7 – 12) verður bóklegt tímabil þar sem kennt verður einu sinni í viku. Námskeiðsgjald er: 47.500,- (hægt er að nota frístundastyrkinn). Leiga á stíu í félagshesthúsinu greiðist sér en mánaðargjald er 26.500 krónur.

Fákar og fjör er hestaíþróttaklúbbur fyrir börn og unglinga í hestamannafélaginu Fáki. Klúbburinn var stofnaður haustið 2014 af þeim stöllum, Sif Jónsdóttur og Karen Woodrow. Tilkoma hestaíþróttaklúbbsins hefur m.a. auðveldað nemendum sem ekki hafa bakland í hestamennsku að stunda íþróttina árið um kring. Einnig hefur hann auðveldað nemendum að mynda vinatengsl við jafnaldra með sama áhugamál. 

Nánari upplýsingar um námskeiðið og forskráning fer fram hér: https://forms.gle/57esSuSpm5wJ1USz5