Langar barninu þínu til þess að æfa hestamennsku í haust?

Í hestamannafélaginu Fáki í Víðidal er starfræktur hestaíþróttaklúbbur undir nafninu Fákar og Fjör. Um kennsluna sjá þær Sif Jónsdóttir og Karen Woodrow, en báðar eru þær menntaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum.

Fákar og fjör býður upp á reiðkennslu á ársgrundvelli þar sem við leggjum áherslu á fjölbreytt starf og að allir geti fundið sig í hestamennskunni. Klúbburinn hentar bæði byrjendum og vönum hestakrökkum.

Við höfum í gegnum hestaíþróttaklúbbinn reynt að koma á móts við þá sem hafa áhuga á því að stunda íþróttina en hafa ekki aðgang að hesti. Nemendur sem vilja koma með eigin hesta á námskeiðið geta leigt pláss í félagshesthúsi Fáks, ef þess er óskað. Kennslan fer fram 1x eða 2x í viku yfir 6 vikna verklegt tímabil og í framhaldinu af því tveggja vikna bóklegt tímabil. Námskeiðið fer fram í félagshesthúsi Fáks og fákssvæðinu.

Við stefnum á að hefja kennsluna vikuna 28. ágúst – 2. september.

Skráning og nánari upplýsingar má finna í skjalinu hér –> https://forms.gle/E5gdDRiTa1dfQeUEA

Hægt er að fá pláss í Félagshesthúsi Fáks ef að nemendur eru með eigin hest. Mánaðargjald í félagshesthúsinu er 32.000 krónur.

Óskir um leigu á hesthúsplássi fyrir eigin hest skal senda á fakur@fakur.is