Langar þig að byrja í hestamennskunni, langar þig á reiðnámskeið en vantar hestinn, þarftu að yfirvinna hræðslu eða verða öruggari með sjálfan þig sem knapa?  Þá er upplagt tækifæri að skrá sig á reiðnámskeið hjá iHorse og Fáki sem verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal í október. Reiðámskeiðið er 10 tímar og hefst í byrjun október og það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta. Allt annað er innifalið, hjálmar, reiðtygi og öryggir og góðir hestar.

Verð kr. 29.000
Skráning  fakur@fakur.is  fyrir 1. okt og ath. takmarkaður fjöldi sem kemst að.