Landssamband hestamannafélaga, Horses of Iceland og hestamannafélög eru þessa dagana í átaki til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hestamenn séu félagsmenn í þeim hestamannafélögum þar sem þeir iðka sína íþrótt.

Fákur hefur undanfarna mánuði verið í slíku átaki og hefur hvatt iðkendur sem stunda hestamennsku á athafnasvæði félagsins að skrá sig í félagið og styðja við alla þá þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum sínum.

Á næstu dögum mun félagið senda út valkröfur á þá sem eru eigendur hesthúsa á athafnasvæði félagsins og eru ekki skráðir í félagið. Með því að greiða kröfuna gerist viðkomandi félagi í Fáki. Við vonum að viðtakendur taka vel í þessa bón okkar um að gerast félagsmenn og um leið styðja við þá þjónustu og sem Fákur veitir árið um kring.

Hægt er að skrá sig í félagið hér á forsíðunni í gegnum skráningarform eða með því að senda póst á skraning@fakur.is

Hvað gerir hestamannafélagið Fákur fyrir þig?

 • Félagið hefur byggt upp myndarlegt reiðvegakerfi í samstarfi við Reykjavíkurborg.
 • Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og hesthúsaeigendur á svæðinu.
 • Félagið þjónustar og viðheldur þeim mannvirkjum sem félagið hefur byggt upp, t.a.m. TM-Reiðhöllina, keppnisvelli í Almannadal og Víðidal, félagsheimili Fáks og félagshesthúsið.
 • Félagið mokar reiðvegi á athafnasvæði Fáks til að gera félagsmönnum það léttara að stunda útreiðar yfir snjóþyngstu mánuðina.
 • Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa félagsmanna. Sem dæmi má nefna að:
  • Félagið rekur félagshesthús fyrir börn og unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku.
  • Félagið heldur úti öflugu æskulýðsstarfi.
  • Félagið skipuleggur námskeiðahald og fræðslustarf.
  • Félagið skipuleggur sameiginlega reiðtúra félagsmanna.
  • Félagið skipuleggur viðburði fyrir heldri Fáksfélaga.
  • Félagið skipuleggur fjölmarga viðburði, litla og stóra, fyrir félagsmenn og má þar m.a. nefna Herra- og Kvennakvöld Fáks, Þorrablót og miðnæturreið í Gjárétt.

Forsendurnar fyrir öllu því sem upp er talið hér að ofan, án þess að listinn sé tæmandi, er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Fáks greiði félagsgjöld sín til félagsins.