Einkatímar í Almannadal:

Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir reiðkennari og tamningamaður ætlar að bjóða uppá einkatíma í hringhúsinu í Almannadal í janúar. Vilfríður hefur verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini og hefur einnig náð góðum árangri í keppni. Kennsla verður einstaklingsmiðuð og hentar hvort sem er áhugafólki eða knöpum með áhuga á keppni.

Um er að ræða fjóra 40 mínútna einkatíma.

Útreiðanámskeið í Víðidal:

Í boði verða bæði einkatímar og paratímar.

Kennslufyrirkomulagið verður þannig að fjórir tímar verða, tveir inni og tveir úti í reiðtúr. Vilfríður mun fara með nemendum sínum út og aðstoða þá við þjálfun hrossa sinna úti í reiðtúr. Kennsla inni verður í reiðhöllinni í C tröð á fimmtudögum og kennsla úti verður á mánudögum.

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja gjarnan fá aðstoð með hestinn sinn inni sem og í reiðtúr úti við. Upplagt fyrir útreiðafélaga að skella sér saman í tíma.

Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum. Kennsla hefst fimmtudaginn 12. janúar og stendur til mánudagsins 23. janúar.

Tímasetningar reiðtíma verða á bilinu kl.17:00-21:00.