Einkatímar með Vigdísi Matthíasdóttur í janúar og febrúar! Vigdís hefur átt góðu gengi að fagna í keppni allt frá blautu barnsbeini og sigraði m.a. 100m skeið á Landsmótinu 2014 á Hellu. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, börn og fullorðna.

Námskeiðið verður þannig uppsett að hver nemandi færi fjóra 40 mínútna einkatíma sem eru sniðnir að hverjum og einum. Námskeiðið er m.a. tilvalið fyrir hinn almenna reiðmann sem og alla þá sem vilja byrja veturinn að krafti.

Námskeiðið kostar 44.500 kr.
Kennt er frá 17 til 21.

Kennt verður eftirfarandi daga:

  • 12. janúar
  • 26. janúar,
  • 9. febrúar
  • 23. febrúar

Skráning fer fram á www.Sportfengur.com