Konráð Valur Sveinsson ætlar að vera með verklega kennslu í einkatímum á mánudögum núna í október. Um er að ræða fjóra 40 mínútna verklega tíma að ræða. Kennsla hefst 17. október næstkomandi.

Hér er frábært tækifæri til þess að byrja veturþjálfunina með trompi.

Konráð útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum vorið 2021 , með BS í reiðmennsku og reiðkennslu. Í framhaldi fór hann að kenna á Hólum frá hausti 2021 til haustsins 2022. Hann er landsliðsknapi í hestaíþróttum og hefur náð framúrskarandi árangri, sérstaklega í skeiðgreinum þar sem hann er margfaldur heimsmeistari.

Skráning inni á www.Sportfengur.com