Það er okkur mikil ánægja að Konráð Valur Sveinsson ætlar að vera með einkanámskeið þar sem lögð verður áhersla á að bæta bæði knapa og hest.

Konráð Valur Sveinsson útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum vorið 2021 , með BS í reiðmennsku og reiðkennslu. Í framhaldi fór hann að kenna á Hólum frá hausti 2021 til haustsins 2022. Hann er landsliðsknapi í hestaíþróttum og hefur náð framúrskarandi árangri, sérstaklega í skeiðgreinum þar sem hann er margfaldur heimsmeistari.

Í boði verða 5 einstaklingstímar á þriðjudögum. Fyrsti tími er 18. janúar, þriðjudaginn næstkomandi, og síðasti tími 15.febrúar tímasetningar frá 16:00 -20:00 Hver tími er 40 mínútur og verður kennt í reiðhöllinni C-tröð.

Námskeiðsverð er 58.500 krónur

Skráning á námskeiðið fer fram á www.sportfengur.com