Gæðingamót Spretts og Fáks verður haldið á félagssvæði Spretts næstu helgi. Forkeppni verður á laugardegi og úrslit á sunnudegi.
Vegna dræmrar þátttöku falla niður flokkar og aðrir verða sameinaðir. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- A-flokkur gæðinga – 1. og 2. flokkur sameinaðir auk ungmennaflokks
- B-flokkur gæðinga – 1. flokkur
- B-flokkur gæðinga – 2. flokkur, C-flokkur og ungmennaflokkur
- Gæðingatölt – 1. og 2. flokkur
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
Þeir flokkar sem falla niður eru tölt T1, flugskeið 100m og gæðingaskeið. Þeir sem greiddu skráningargjöld í þessa flokka eru beðnir að senda póst á gjaldkeri@sprettarar.is með kennitölu og reikningsnúmeri viðkomandi. Afskráningar skal senda á motanefnd@sprettarar.is
Drög að dagskrá eru eftirfarandi, birt með fyrirvara um breytingar. Dagskrá sunnudagsins verður birt síðar.
Laugardagur 5.júní
9:00 Barnaflokkur
10:30 Unglingaflokkur
12:15 MATUR
13:15 Pollaflokkur
13:45 Gæðingatölt
14:20 B-flokkur 2.
16:30 B-flokkur 1.
18:30 A-flokkur
Hér er tengill á viðburð mótsins á Facebook https://www.facebook.com/events/1245664202533657/