Þá styttist í Dag reiðmennskunnar og Stórsýningu Fáks hjá okkur í Lýsishöllinni í Víðidal. Dagur reiðmennskunnar hefst klukkan 13:00 og fram koma margir af okkar færustu reiðkennurum, þjálfurum og sýnendum. Fram koma:
- Mette Mannseth tamningameistari og yfirreiðkennari Háskólans á Hólum.
- Anton Páll Níelsson reiðkennari ásamt nemendum.
- Súsanna Sand reiðkennari og gæðinga- og íþróttadómari.
- Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum.
- Þjálfarastund – Nánar auglýst síðar.
Í anddyri reiðhallarinnar verða ýmsar vörukynningar fyrir gesti og gangandi.
Um kvöldið verður svo Stórsýningin Fáks á sínum stað klukkan 20:30 og í framhaldi verður trúbator partý í veislusal reiðhallarinnar með Skagfirðingnum Sæþóri Má Hinrikssyni.
Tímasett dagskrá verður auglýst fljótlega.
Miðasala fer fram á Tix og á staðnum í anddyri reiðhallarinnar 29. mars.
Hlökkum til að sjá ykkur í Víðidal!
Miðaverð: | |
Fullorðnir – Báðir viðburðir | 6.900 kr |
Fullorðnir – Dagur reiðmennskunnar eingöngu | 3.900 kr |
Fullorðnir – Stórsýning Fáks eingöngu | 3.900 kr |
Unglingar og ungmenni (14-21 ára) – Báðir viðburðir | 4.900 kr. |
Unglingar og ungmenni (14-21 ára) – Dagur reiðmennskunnar eingöngu | 2.500 kr |
Unglingar og ungmenni (14-21 ára) – Stórsýning Fáks eingöngu | 2.500 kr |
Börn 13 ára og yngri – Stórsýning Fáks | 1.900 kr. |
Börn 13 ára og yngri – Dagur reiðmennskunnar | Frítt |