Ákveðið hefur verið að prófa að breyta fyrirkomulagi söfnunar á landbúnaðarplasti (bagga- og rúlluplast) í vetur. Gámadagar verða lagðir af og í stað þeirra verður staðsettur gámur fyrir landbúnaðarplast við reiðhöllina 9 mánuði á ári. Gámurinn verður síðan losaður eftir þörfum.

Plastið verður að vera hreint!

 1. Mikilvægt er að plastið sé hreint og laust við alla aðskotahluti.
 2. Sé plastið ekki hreint er ógjörningur að endurvinna það og því þarf að urða það með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Fyrir það þarf Fákur að greiða háa upphæð.
 3. Ekki má fara með plastinu:
  • Net eða hey,
  • baggabönd,
  • annað plast (t.d. svartir ruslapokar eða plast af undirburði),
  • og allir aðrir aðskotahlutir.
 4. Léleg flokkun getur eyðilagt stórt hlass af hreinu og fínu plasti til endurvinnslu. Best er að ganga frá landbúnaðarplasti um leið og það fellur til við gegningar og hrista úr því hey og önnur óhreinindi.
 5. Svart landbúnaðarplast skal binda saman í bagga og setja það síðan í gáminn. Ástæðan er sú að svart plast er erfitt í endurvinnslu og innrauður geislu flokkunarvélarinnar nemur ekki plastið.

Ekki verður tekið við almennu sorpi í vetur. Hvetjum við hestamenn að fara með almennt sorp í endurvinnslustöðvar Sorpu og flokka það þar. Næst Víðidal og Almannadal er endurvinnslustöðin Jafnaseli.

Gámarnir eru opnir um helgina frá 10 til 17 og eru þeir staðsettir austan við TM-reiðhöllina. Gámarnir eru vaktaðir með öryggismyndavél. Ítrekað er að einungis er tekið við landbúnaðarplasti.

Á öðrum tímum er hægt að fá lykil að plast gámunum í TM-reiðhöllinni.