Bókleg knapamerki verða haldin í Fáki og hefjast þau  mánudaginn 26. október.

Þau eru opin fyrir alla til að taka og gott að klára þau áður en farið er í verklega hlutann sem hefst eftir áramót (athugið að ekki verður boðið upp á bóklegt nám í knapamerkjum aftur fyrr en næsta haust).

Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.

Skráningafrestur er til og með 15. okt. og hægt er að skrá á netfangið  fakur@fakur.is 

Drög að fyrirkomulagi:

Kennt verður í Guðmundarstofu í félagsheimili Fáks

Knapamerki 1 :Mánudaginn 26. okt og miðvikudaginn 28. okt. kl. 17:00 – 18:30

Knapamerki 2: Mánudaginn 26. okt og miðvikudaginn 28. okt kl. 18:30 – 20:00

Knapamerki 3: Fimmtudag 29. okt., mánudag 2. nóv. kl. 17:00- 19:00

Knapamerki 4: Fimmtudag 29. okt, mánudag 2. nóv. og fimmtudag 5. nóv. okt kl. 19:00- 21:00

Knapamerki 5: Má sækja alla tímana (því próf úr öllu námskefninu) og síða 3 skipti í 2 tíma í senn eftir nánara samkomulagi.

Skriflegt próf verður svo seinnipartinn í byrjun nóvember.

Verð (borgað í fyrsta tíma): Knapamerki 1, 2 og 3 kr. 7,500 hvert námskeið. Knapamerki 4 og 5 kr. 8.500 hvert námskeið.

Kennari verður Sigrún Sigurðardóttir og mun hún einnig fá gestakennara í lið með sér s.s. dýralækni og járningamann ef næg þátttaka næst.