Í síðasta tímanum á reiðnámskeiðinu hjá Önnu Laugu verður riðið upp í Rauðavatnsskóg, grillað og leikið sér. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl. 17:30 (þriðjudaginn 20. maí). Þeir sem treysta sér ekki einir verða að hafa með foreldra sem labba eða ríða með hópnum (með taum á milli). Einnig geta börnin komið beint upp í Rauðavatnsskóg og hitt alla þar í grillinu.

Allir foreldrar/forráðamenn velkomnir ríðandi með eða í grillið.

Veðurspáin er góð og það verður pollapönkstuð á okkur:)