Árni Björn hefur átt frábæran keppnisárangur á árinu. Hann er í fremstu röð á öllum sviðum hestamennskunnar hvort sem það eru hringvallagreinar, kappreiðar eða kynbótasýningar. Hann er einkar einbeittur í sinni íþróttaiðkun, reglusamur og skipulagður.

Helsti keppnisárangur Árna Björns á árinu 2014  er:

*Íslandsmeistari í tölti

*Þriðji í fimmgangi á Íslandsmótinu

*Annar í 150 m skeiði á Íslandsmótinu,

*Annar í 250 m skeiði á Íslandsmótinu.

*Landsmótssigurvegari í tölti

*Annar í 250 m skeiði á Landsmótinu

*Fjórði í A-flokki gæðinga á Landsmótinu.

*Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum.

*Frábær árangur í sýningu kynbótahrossa á árinu.

Við óskum Árna Birni til hamingju með titilinn og óskum honum áframhaldandi velfarnaðar í hestamennskunni.