Ræktunarbikar Fáks er farandbikar sem gefinn var af Rangárbökkum í tilefni 80 ára afmælis Fáks og er veittur þeim félagsmanni sem ræktað hefur og á það kynbótahross sem er með hæstan kynbótadóminn það árið, en getur þó aðeins fengið bikarinn einu sinni út á hvert hross.

Í ár var Villingur frá Breiðholti með hæstan dóm af þeim kynbótahrossum sem ræktuð voru og í eigu félagsmanns í Fáki. Kári Stefánsson er ræktandi og eigandi að Villingi og hlaut hann því rækturnarbikar Fáks sem var veittur á Uppskeruhátíð Fáks þann 28. nóv.

Villingur frá Breiðholti fékk 8,68 í aðaleinkunn á Landsmótinu og var sýndur af knapa Fáks 2014, Árna Birni Pálssyni. Villingur er undan gæðingunum Gruni frá Oddhóli og Gunnvöru frá Miðsitju. Það er því í honum tvöföld Krafla frá Sauðárkóki í gegnum Spuna föður Gunnvarar og Kraflar sem er faðir Gruns, en þeir máttastólparnir Ófeigur frá Flugumýri og Hrafn frá Holtsmúla eru einnig stutt undan.

Villingur hlaut eftirfarandi dóm á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum í sumar.

IS-2008.1.87-685 Villingur frá Breiðholti í Flóa

Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Mál (cm):

142   130   137   64   142   36   48   41   6.4   30.5   18.5

Hófa mál:

V.fr. 9,0   V.a. 8,4

Aðaleinkunn: 8,68

 

Sköpulag: 8,31 Kostir: 8,93
Höfuð: 7,5
2) Skarpt/þurrt   6) Fínleg eyru   F) Krummanef

Háls/herðar/bógar: 8,5
5) Mjúkur   6) Skásettir bógar   7) Háar herðar   D) Djúpur

Bak og lend: 9,0
3) Vöðvafyllt bak   5) Djúp lend   6) Jöfn lend

Samræmi: 8,5
2) Léttbyggt   5) Sívalvaxið

Fótagerð: 8,0
4) Öflugar sinar

Réttleiki: 7,5
Framfætur: A) Útskeifir

Hófar: 8,5
4) Þykkir hælar   7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
1) Rúmt   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið

Brokk: 8,0
4) Skrefmikið

Skeið: 9,5
1) Ferðmikið   2) Takthreint   6) Skrefmikið
Sniðgott

Stökk: 8,5

Vilji og geðslag: 9,5
2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi

Fegurð í reið: 9,0
1) Mikið fas   2) Mikil reising   3) Góður höfuðb.

Fet: 8,0
1) Taktgott

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0