Bjartasta vonin eru verðlaun sem veitt eru því ungmenni sem á farsælan keppnisferil á árinu og er til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Í ár var valið ekki mjög erfitt því Gústaf Ásgeir Hinriksson var með frábæran keppnisárangur á árinu og vekur athygli fyrir vel hirta hesta og prúðmannlega framkomu hvar sem hann fer. Það er of langt mál að telja upp árangur hans á árinu en helst má nefna að hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari í ungmennaflokki og sigraði ungmennaflokkinn á Landsmótinu ásamt mörgum öðrum góðum sigrum.

Til hamingju Gústaf Ásgeir með frábært keppnisár og það er ljóst að framtíðin er björt á sviði hestamennskunnar.