Almannadalsmótið – 17. maí klukkan 13:00

Almannadalsmótið verður haldið laugardaginn 17. maí klukkan 13:00.

Keppt verður tölti og skeiði. Töltkeppnin verður með T7 fyrirkomulagi; fyrst er riðið hægt tölt og svo snúið við og sýnd frjáls ferð á tölti.

Keppt er í eftirfarandi greinum:

  • Pollaflokkur
  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Minna vanir 18 ára og eldri
  • Meira vanir 18 ára og eldri
  • 100 m skeið.

Mótið er létt og skemmtilegt og hvetjum við alla áhugasama að mæta og taka þátt. Að loknu móti verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur og gesti.

Hægt er að skrá sig á formi hér að neðan eða á staðnum í Almannadal til klukkan 12:00. 

Ekkert skráningargjald er á mótið. 

 

By |2025-05-13T13:37:30+00:0013/05/2025|Fréttir, Mót|Comments Off on Almannadalsmótið – 17. maí klukkan 13:00

About the Author:

Go to Top