Aðalfundur Fáks verður haldinn 29. apríl 2025 í félagsheimili Fáks klukkan 20:00.
Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 15. apríl. Ef starfsmaður skrifstofu er ekki við er hægt að hringja í 898-8445.
Framboðum til stjórnar, þ.á.m. formanns, skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eða á netfangið fakur@fakur.is eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Kosið er um eftirfarandi embætti:
- Formann
- Gjaldkera til tveggja ára
- Meðstjórnanda til tveggja ára
- Meðstjórnanda til tveggja ára
- Meðstjórnanda til eins árs
Úr stjórn ganga:
Hákon Leifsson, gjaldkeri
Sigrúnu Valdimarsdóttir, meðstjórnandi
Vilfríði Fannberg Sæþórsdóttir, meðstjórnandi
Þormóður Skorri Steingrímsson, meðstjórnandi
Hjörtur Bergstað gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Stjórn gerir eftirfarandi tillögur til lagabreytinga vegna athugasemda frá framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þá er ein tillaga til viðbótar frá stjórn Fáks.
Frá framkvæmdastjórn ÍSÍ:
2. grein laga Fáks: Í lögum um getraunir nr. 59/1972 segir að óheimilt sé að starfrækja veðmálastarfsemi í sambandi við íþróttakeppnir án sérstakrar lagaheimildar. Til voru lög sem veittu dómsmálaráðherra heimild til þess að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður en þau féllu úr gildi árið 2005. Með vísan til þessara lagabreytingar þarf að fella áðurnefndan hluta ákvæðisins út. Þar að auki verður ekki séð hvernig rekstur veðbanka er til þess fallin að félagið nái markmiðum sínum.
3. grein laga Fáks: Óljóst er við hvað er átt með að stjórn meti hvort umsókn um aðild að félaginu sé gild en félagsaðild skal vera öllum frjáls og ekki aðrar takmarkanir á þátttöku í félagsstarfi en þær sem ytri aðstæður leyfa, sbr. f. liður gr. 5.2 í lögum ÍSÍ.
6. grein laga Fáks: Bent er á að óvanalegt er að hafa lágmarks mætingu á almenna félagsfundi sem skilyrði þess að fundurinn sé löglegur. Fella skal brott “og minnst 30 lögmætir félagar sitja hann.”
6. grein laga Fáks: Þá er æskilegt að miða kjörgengi við 18 ára aldur. Verður setning svo “Félagar 18 ára og eldri hafa kosningarétt og kjörgengi.”
7. grein laga Fáks: Endurskoðandi er lögverndað starfsheiti og þeir einir mega endurskoða reikninga. Kjósi félagið skoðunarmenn skv. 6. mgr. 5. gr. og þeir eru þeir einu sem fara yfir reikninga félagsins er rétt að breyta orðalagi í 7. grein að skoðaðir reikningar skuli liggja frammi á skrifstofu félagsins. Orðið “Endurskoðaðir” fellur brott.
7. grein laga Fáks: Dagskrá aðalfundar er rétt að hefja á kosningu fundarstjóra og ritara. Fyrsti liður dagskrár verður því “Kosning fundarstjóra og fundarritara”.
10. grein laga Fáks: Fella þarf niður þann hluta ákvæðisins sem vísar til reglna um kappreiðar, sbr. athugasemdir um 2. grein laganna. Út fellur setningin “Stjórn félagsins setur reglur um rekstur veðbanka skv. lögum og reglum þar að lútandi.”
Frá stjórn Fáks:
3. grein laga Fáks: Fella skal brott “enda hafa þeir verið félagar í a.m.k. 5 ár.”
Dagskrá aðalfundar eru meðfylgjandi:
- Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnarinnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
- Gjaldkeri skýrir og leggur reikninga félagsins fram til samþykktar. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal jafnframt lögð fram.
- Lagabreytingar skv. 16. gr.
- Kosin stjórn skv. 5. gr.
- Kosinn a.m.k. einn skoðunarmaður, endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skv. 5. gr.
- Ákvörðun árgjalds skv. 8. gr.
- Önnur mál, sem félagið varðar.