Aðalfundur Fáks fyrir starfsárin 2019 og 2020 verður haldinn 18. maí næstkomandi klukkan 20:00 í reiðhöllinni Víðidal.
Dagskrá:
- Hefðbundin aðalfundarstörf
- Lagabreytingar
- Samþykki um sölu á lóðum
- Samþykki um byggingar á reiðhöllum á félagssvæði Fáks í Almannadal og Víðidal
Framboðum til stjórnar skal skila skriflega til skrifstofu félagsins í reiðhöllinni í Víðidal eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Hjörtur Bergstað núverandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi formannssetu.
Aðrir stjórnarmeðlimir Fáks gefa einnig kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þau eru Árni Geir Eyþórsson, Hlíf Sturludóttir, Íva Rut Viðarsdóttir, Leifur Einar Arason, Sigurbjörn Þórmundsson og Þórunn Eggertsdóttir.
Á aðalfundi er kosið um eftirfarandi stöður:
- Formaður til 1 árs
- Gjaldkeri til 2 ára
- Meðstjórnandi til 2 ára
- Meðstjórnandi til 2 ára
- Ritari til 1 árs
- Meðstjórnandi til 1 árs
- Meðstjórnandi til 1 árs
Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 6. maí í reiðhöllinni , félögum til athugunnar.
Þá liggja einnig frammi á skrifstofu tillögur stjórnar að lagabreytingum.
Hvetjum við alla félagsmenn að mæta.