Mótið í gærkvöldi tókst með ágætum og á fimmtudaginn, 6. maí, klukkan 18 verður keppt í eftirfarandi keppnisgreinum:
T7 – Barnaflokkur (3 á vellinum í einu)
T7 – Unglingaflokkur (3 á vellinum í einu)
T3 – Barnaflokkur (2 á vellinum í einu)
T3 – Unglingaflokkur (2 á vellinum í einu)
T3 – Ungmennaflokkur (2 á vellinum í einu)
T3 – Opinn flokkur (2 á vellinum í einu)
- Ákveðið hefur verið að lækka skráningargjaldið í 2.500 krónur.
- Tveir til þrír knapar eru á hringvellinum í einu
- Tveir dómarar dæma sýninguna og ræða við keppendur að sýningu lokinni og gefa einkunn og umsögn
Skráningarfrestur er til hádegis 6. maí og er skráningargjald sem fyrr segir 2500 krónur.
Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/
Þau sem tóku þátt í fjórgangi í gærkvöldi fá að skrá sig frítt á eitt af mótunum sem eftir eru. Biðjum við þau að senda póst á skraning@fakur.is með upplýsingum um:
- Keppnisgrein sem þau vilja taka þátt í
- Nafn knapa
- IS númer hests
- Á hvora hönd viðkomandi vill sýna