Hið árlega goðsagnarkennda og magnaða KVENNAKVÖLD FÁKS 2019 verður haldið í Félagsheimili Fáks laugardagskvöldið 2. mars 2019.
💥 Þemað í ár er SIRKUS! 💥
– Veilsu stjórn í höndum Margrétar Erlu Maack –
Þemað er dularfullt, spennandi og kynþokkafullt! Við mælum með að þið googl-ið „circus“ eða „vintage circus“ haldið rauðvínskvöld þar sem myndir á borð við „The greatest Showman“ , „Water for elephants“, ,, Moulin rouge“ og fleiri góðar koma ykkur í stemmingu fyrir kvöldið.
Kvöldið mun einkennast af gríni, gleði og söng, skemmtilegustu konum heims og jú endalausum hæfileikum.
Takið daginn frá og mætum allar með okkar „sérstöku hæfileika“ og yfirgengilega gleði 2. mars 2019.
Við í framkvæmdarstjórn Kvennakvölds Fáks 2019 tjöldum öllu til og ætlum að halda kvennakvöld aldarinnar.
Við neitum því ekki að við hlökkum sko meira til kvöldsins ennnnn …hvað .. jú meira en hestinum sem sér heyið ! 😉
Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu koma seinna. Stay tuned!
Eitt er þó víst að dagskráin er þegar orðin drullu góð og maturinn verður geggjaður, ekki bara út af því að Hrefna María formaður er matsárasta manneskja í heimi, heldur frekar : Af hverju að borða hitaeiningar ef þær eru ekki unun ein!!
Verður ball ? uhhhh já ! Verður góð músik ?? uhhh já … verður heitur DJ ? uhhh já !… til hvers að bóka kaldan??
Verður þetta trylltasta partý ársins?? JÁÁÁÁ!!!!
Eigum við að bulla meira… neinei látum vaða …
Kveðjur úr stjórninni,
Hrefna María Ómarsdóttir
Gróa Björg Baldvinsdóttir
Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir
Karen Emilía Barrysdóttir Wodrow
Sigga Pjé