Við viljum minna alla á að lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu sem og öllum svæðum sem eru innan borgarmarka Reykjavíkur, nema á Geldinganesi. Töluvert er um kvartanir vegna lausagöngu hunda og viljum við minna hundaeigendur á að virða það að lausaganga hunda er bönnuð. Einnig á það við um þegar riðið er út með hundana. Við viljum jafnframt benda á það að ef slys verða, og talið er að laus hundur hafi valdið því,  þá er eigandi hundsins skaðabótaskyldur og tölur eru þá fljótar að hlaupa á hundruðum þúsunda eða jafnvel mörgum milljónum ef þolandi hlýtur varanlega örorku. Hundaeigendur sýnum öðrum tillitssemi og verðum með hundana okkar í bandi 🙂