Áttu alhliða hest og langar að ná betri tökum á honum? Þá máttu ekki missa af einstöku tækifæri til að læra af tvöföldum heimsmeistara í fimmgangi, Sigurði Vigni Matthíassyni. Siggi verður með fróðlegan og hnitmiðaðan fyrirlestur þar sem hann fer yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við þjálfun alhliða hestsins. Einnig seilist hann í fjársjóðskistuna sína og ljóstrar upp leyndarmálunum við að gera góðan hest að gæðingi, hvort sem hann á að verða reiðhestur eða keppnishestur.

Siggi verður í Guðmundarstofu  þriðjudagskvöldið 2. febrúar kl. 19:30 með sinn fyrirlestur og svarar svo í framhaldi fyrirspurnum frá fróðleiksþyrstum hestamönnum.

Í framhaldi býður hann upp á tvo einkatíma þar sem farið verður yfir styrkleika og veikleika hvers hest (og knapa) og leggur línurnar um áframhaldandi þjálfun. Tímar verða tveir hálftíma í TM-Reiðhöllinni (dagsetning ákveðin síðar) og eru 10 pláss í boði. Verðið fyrir þessi tvö skipti er kr. 7.800

 Sjáumst á skemmtilegum fyrirlestri, frítt inn, allir velkomnir og léttar veitingar í boði fræðslunefndar. 🙂