Í næstu viku verður tekið nýtt kerfi í notun þar sem allir þeir sem ætla að nota Reiðhöllina í vetur greiða kr. 2.000 gjald (nema þeir sem eru á knapamerkjanámskeiðum, þeir eru búnir að borga gjaldið í námskeiðsgjöldunum).Það eina sem þarf að gera er að borga gjaldið og þá er lykilinn virkjaður. Þeir sem hafa ekki fengið lykil áður geta komið á skrifstofuna í Reiðhöllinni og fengið lykil. Hægt er að leggja inn á 0535-26-1955 kt. 420197-2099 og þá er lykillinn virkjaður eða borga á skrifstofunni. Allir skuldlausir félagsmenn í Fáki hafa rétt á að nota reiðhöllina enda kappkostað að hafa hana eins mikið opna og hægt er eða frá kl. 14:00 – 22:00 á virkum dögum og frá kl. 13:00 – 17:00 um helgar (nánari opnunartími verður auglýstur síðar þegar ljóst er hvaða námskeið verða).

Aðgangskort á morgnana er hægt að fá á skrifstofunni en það er sama fyrirkomulag og í fyrra.