Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Selfossi dagana 17. og 18. október  í boði hestamannafélagsins Sleipnis.  Að venju sendir Fákur einvala lið sem sína fulltrúa og eigum við 21 þingfulltrúa á þinginu.

Í lögum Fáks segir hverjir eru sjálfkjörnir fulltrúar en það eru stjórn félagsins, framkvæmdarstjóri og formenn starfsnefnda. Síðan er kosið um þá sem upp á vantar (8 aðra þingfulltrúa). Einnig segir í lögunum að stjórn Fáks geti síðan valið inn aðra þingfulltrúa ef þarf.

Á aðalfundunum í voru voru kosnir 8 þingfulltrúar. Kjörnefnd var kosinn sem kom síðan saman og taldi atkvæðin en í henni voru; Birgir Rafn Gunnarsson,  Ægir Jónsson og Jón Finnur Hansson.  Þeir sem hlutu kosningu á Landsþingið voru;

Berglind Ragnarsdóttir

Edda Rún Ragnarsdóttir

Helga Claessen

Helga B Helgadóttir

Guðmundur Guðlaugsson

Sigurður Vignir Matthíasson

Sigurlaug Anna Auðunsdóttir

Þóra Þrastardóttir

Fljótlega í september verður opinn fundur með Landsþingsförum þar sem farið verður yfir tillögur sem Fákur vill og mun leggja fyrir Landsþingið (nánar auglýst síðar).