Hið víðfræga og ljúffenga kökuhlaðborð kvennadeildar verður haldið á laugardaginn og hefst það kl. 14:00
Riðið verður á móti Harðarmönnum sem fjölmenna í heimsókn og verður lagt af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 13:00 stundvíslega. Áð verður í gerðinu við Rauðavatn og nokkrum sinnum á leiðinni.
Kökuhlaðborðið er einstakt í sinni röð og hvetjum við alla til að styrkja gott málefni og mæta og gúffa í sig gómsætum veitingum.
Verð kr. 1.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri.