Laus pláss fyrir unga fáksara (14-25 ára)  á námsskeið hjá Hestamannafélaginu Spretti og kynbótanefnd Spretts sem ætla að halda „æfinga-kynbótasýningu“ fyrir unga knapa  22. og 23.maí nk. á kynbótabrautinni í Spretti.   ATH námskeiðið byrjar á morgun mánudag 7 april á fyrirlestri 
Námskeiðið er undirbúningsnámskeið fyrir kynbótasýningu þar sem Pétur Halldórsson, starfsmaður RML, og Þorvaldur Árni Þorvaldsson, reiðkennari, fara yfir undirbúning fyrir kynbótasýningu.
Farið verður yfir fyrirkomulag kynbótasýninga, rætt verður um reglur og dómskalann, farið verður yfir mælingar á hrossum verklega, farið verður yfir þjálfun hrossa, gefin verða góð ráð og aðstoðað verður við undirbúning á kynbótasýningu með verklegum tímum á kynbótabraut.

Námskeiðið samanstendur af:

7.apríl fyrirlestur í Samskipahöll, fundarherbergi 2.hæð
– Pétur Halldórsson, starfsmaður og sýningarstjóri RML, ásamt verklegum mælingum
– Þorvaldur Árni Þorvaldsson, reiðkennari, undirbúningur og þjálfun hrossa
22.apríl Sýnikennsla Þorvaldur Árni – 1klst í Hattarvallahöll
29.apríl verklegur tími úti – ca. 25mín hver tími
13.maí verklegur tími úti – ca. 25mín hver tími
20.maí verklegur tími úti – ca. 25mín hver tími
22.maí fordómar – Þorvaldur Árni aðstoðar sína nemendur.
23.maí yfirlit – Þorvaldur Árni aðstoðar sína nemendur.
Eingöngu 10 þátttakendur komast að á námskeiðinu, ungir Sprettarar ganga fyrir, en utanfélagsmönnum er velkomið að nýta sér laus pláss.
Verð fyrir námskeiðið er 38.500kr.
Skránin fer fram á abler.io/shop/hfsprettur