Hestamannafélagið Fákur og Icebike Adventures sem sjá um gerð gönguskíðabrauta á Hólmsheiði og á Rauðavatni hafa gert með sér yfirlýsingu um samstarf um samnýtingu reiðvega á Hólmsheiði.

Á þeim tíma sem snjór hylur reiðvegi á Hólmsheiði hefur Sporið leyfi til að leggja gönguskíðaspor á þeim. Þessar leiðir eru sérstaklega skilgreindar og eru utan þeirra leiða sem Fákur sinnir vetrarþjónustu á. Þessar leiðir eru skilgreindar á neðan greindu korti en þar má sjá hvar gönguskíðasporin eru að finna og hvaða leiðir Fákur er með vetrarþjónustu á.

Mun Fákur og Icebike Adventures starfa saman að frekari uppbyggingu leiðakerfis fyrir báða útivistarhópa á Hólmsheiði.

Nánari upplýsingar um vetrarþjónustu Fáks er að finna í meðfylgjandi hlekk: