Vorhátíð hestamanna í Almannadal fór fram síðastliðið föstudagskvöld þann 23. maí. Mjög góð mæting var eða yfir 90% þeirra sem eru með hesta á húsi í Almannadal mættu. Þeir sem ekki mættu höfðu boðað lögleg forföll fyrir ferðina. Allir mættu með góða skapið og mikil gleði var ríkjandi. Veðurguðirnir rykbundu skógargöturnar á Hólmsheiðinni áður en lagt var af stað í hringferð um heiðina. Eftir reiðtúrinn var safnast saman í yfirbyggða hringgerðinu. Þar var búið að setja borð og stóla fyrir mannskapinn og þar sporðrenndu menn grilluð hamborgurum og renndu þeim niður með viðeigandi drykkjum. Mikil ánægja var með þetta kvöld og ákveðið að gera þetta að árvissri hátíð.

Stjórn Almannadalsfélagsins

20140523_203143_resized

20140523_203121_resized