Árleg vorferð Heldri Fáksmanna verður farin nk. sunnudag og er förinni heitið í Borgarfjörðinn hinn fagra. Heimsótt verða tvö hrossaræktarbú, léttur matur (kjötsúpa) í fögru umhverfi Hótels Húsafells. Einnig komið við á fleiri áhugaverðum stöðum. Veðurspá er góð svo þetta verður falleg og skemmtileg ferð. Fákur býður fram rútun en einhver smá matarkostnaður verður í Húsafelli.
Allir velkomnir

Lagt af stað frá Guðmundarstofu kl. 10:00 (áætluð heimkoma kl. 17:00)
Skráning í síma 898-8445