Farið verður á Snæfellsnes og komið við á tveimur þekktum hrossaræktarbúum, Hrísdal og Söðulsholti.

Á heimleið verður komið við á Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem hægt er að kaupa sér veitingar.

Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni í Víðidal 27. apríl klukkan 10:00.

Skráning þarf að berast fyrir 23. apríl á netfangið skraning@fakur.is

Fákur greiðir rútuna.