• Hvernig viljum við félagar í Fáki hafa félagsstarf félagsins?
  • Hvað á félagið að vera að gera fyrir félagsmenn?
  • Hvernig er gott félagstarf í Fáki?

Fákur heldur vinnustofu þann 27. maí n.k. kl. 18:00 – 20:00 í félagsheimili Fáks með Fáksfélögum um félagsstarfið og væntingar félagsmanna til þess. Vinnustofunni stýrir Fáksfélaginn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og fyrrverandi ráðherra. Áslaug hefur nýtt sér vinnustofur sem þessar í sínu starfi sem ráðherra með góðum árangri. Við höfum væntingar til þess að vinnustofan skili okkur hugmyndum frá félagsmönnum hvernig félagið geti unnið betur fyrir félagsmenn sína.

Við hvetjum alla Fáksfélaga til að flykkjast á vinnustofuna og hafa þannig áhrif á félagsstarfið!

Verið með – Hafið áhrif