Laugardaginn 16. mars næstkomandi verður haldið stórskemmtilegt þrígangsmót á Hvammsvellinum á beinni braut (ef aðstæður leyfa). Athugið að polla- og barnaflokkur verða haldnir inni í TM-Reiðhöllinni. Eftir mótið verður svo kótilettukvöld í TM-Reiðhöllinni með öllu tilheyrandi.

Mótið er hugsað sem létt útfærsla af gæðingakeppni þar sem knapi hefur fjórar ferðir til að sýna þrjár gangtegundir. Sæm dæmi geta fullgildar sýningar samanstaðið af til dæmis:

  1. feti,brokki og stökki
  2. skeiði, feti og tölti.

Tölt er eitt sýningaratriði. Sýni keppandi hægt tölt og tölt á milliferð gildir hærri einkunn þessara þátta. Þá er heimilt að nota keyri í þessari keppni.

Dómarar gefa einkunn eftir hverja ferð.

Í úrslitum hafa keppendur fjórar ferðir til að sýna þrjú atriði.  Fara þeir hver á eftir öðrum, sá sem er lægstur inn í úrslit fer fyrstu ferð.

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Fáki. Hver keppandi má aðeins skrá hesta sína í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/ dagana 12.-14. mars næstkomandi.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Opinn flokkur – Meistarflokkur
Opinn flokkur – 1. flokkur
Opinn flokkur – 2. flokkur
Opinn flokkur – 3. flokkur
Opinn flokkur 60 ára og eldri
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur 1
Barnaflokkur 2