Ákveðið hefur verið að bjóða upp á verklega kennslu í  knapamerkjum 1- 4 ef næg þátttaka fæst (lágmark 4 á hverju stigi). Kennt verður seinnipartinn á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum. Nánari tímasetningar auglýstar síðar. Skráning lýkur á miðnætti 26. janúar.

  • Knapamerki 1 – kenndir eru 10 verklegir tímar með prófi kr. 33.000
  • Knapamerki 2 – kenndir eru 13 verklegir tímar með prófi kr. 39.000
  • Knapamerki 3 – kenndir eru 20 verklegir tímar með prófi kr.53.000
  • Knapamerki 4 – kenndir eru 22 verklegir tímar með prófi kr.57.000

Öllum námskeiðum lýkur með prófi í vor

Kennari:  Edda Rún Guðmundsdóttir – BS- reiðkennari.

Skráning fer fram í gegnum netfangið eddarung@gmail.com

Fram þarf að koma nafn, kennitala, heimilisfang, póstnúmer og símanúmer.  Einnig þarf að taka fram á hvaða stig er verið að skrá.