Í gærkvöldi fór fram Uppskeruhátíð Fáks í félagsheimilinu. Þar voru verðlaunaðir stigahæstu knapar í öllum flokkum.
Fáksfélagar voru sem fyrr í fremstu röð á mótaárinu 2023 og verður spennandi að fylgjast með þeim og öðru keppnisfólki spreyta sig á næstkomandi keppnis- og Landsmótsári.
Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara sinna flokka og helsta árangur þeirra á árinu.
Íþróttakarl Fáks – Teitur Árnason
Teitur átti því miður ekki heimangengt.
- Reykjavíkurmeistari í fimmgangi F1 og 100m skeiði ásamt öðrum góðum árangri á mótinu
- Íslandsmeistari í tölti T2, fimmgangi F1 og 100m skeiði
- 2. sæti í 100m skeiði á heimsmeistaramótinu í Hollandi.
- Góður árangur á öðrum mótum.
Áhugamannaflokkur – Saga Steinþórsdóttir og Sævar Örn Eggertsson
- Saga Steinþórsdóttir
- Reykjavíkurmeistari í V2.
- 1. sæti í gæðingatölti á Gæðingamóti Fáks og Spretts
- 1. sæti í tölti T4 og fjórgangi V2 á íþróttamóti Harðar
- 1. sæti í tölti T4 og fjórgangi V2 á Hafnarfjarðarmeistaramóti
- Sævar Örn Eggertsson
- Reykjavíkurmeistari í T4 ásamt öðrum góðum árangri á mótinu
- 2. sæti í T4 á íþróttamóti Harðar
- 2. sæti í T3 á íþróttamóti Spretts
- Ásamt öðrum góðum árangri
Ungmennaflokkur – Eva Kærnested og Arnar Máni Sigurjónsson
Eva og Arnar Máni áttu því miður ekki heimangengt.
- Eva Kærnested
- Góður árangur á Reykjavíkurmeistaramóti í T1 og V1
- 8. sæti í V1 og T1 á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna
- 1. sæti í tölti T3 í Blue Lagoon mótaröðinni
- Ásamt öðrum góðum árangri.
- Arnar Máni Sigurjónsson
- Reykjavíkurmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og gæðingaskeiði PP1
- 3. sæti á Gæðingamóti Fáks og Spretts
- Íslandsmeistari í T2, 2. sæti í fimmgangi og 7. sæti í fjórgangi.
- 1. sæti í T4 og V2 á Suðurlandsmóti
Unglingaflokkur – Sigurbjörg Helgadóttir og Matthías Sigurðsson
- Sigurbjörg Helgadóttir
- Reykjavíkurmeistari í tölti T3 og fjórgangi V2
- 2. sæti í unglingaflokki gæðinga á Íslandsmóti
- 3. sæti í tölti T1 á Íslandsmóti barna og unglinga og 5. sæti í fjórgangi V1.
- 1. sæti í gæðingaskeiði í Meistaradeild Æskunnar og 2. sæti í fjórgangi V1 í sömu deild.
- Matthías Sigurðsson
- 6 faldur Reykjavíkurmeistari í unglinga og ungmennaflokkum.
- 3 Íslandsmótstitlar í unglingaflokki, í T4, F2 og samanlagður
- 2. sæti á Íslandsmóti ungmenna í T2 og gæðingaskeiði.
- Ásamt frábærum árangri á öðrum mótum
Barnaflokkur – Þórhildur Helgadóttir og Sigurður Ingvarsson
- Þórhildur Helgadóttir
- Reykjavíkurmeistari í tölti T3 og fjórgangi V2
- Sigurvegari barnaflokks á Gæðingamóti Fáks og Spretts
- Íslandsmeistari í T4 og V2
- 1. sæti í Tölti T3 á íþróttamóti Harðar
- Sigurður Ingvarsson
- Reykjavíkurmeistari í T7
- 2. sæti á gæðingamóti Harðar
- 4. og 5. sæti í tölti T7 og fjórgangi V2 á Suðurlandsmóti yngri flokka
- Góður árangur á Gæðingamóti Fáks