Frábær mæting var á þetta flotta kvöld þegar börn og unglingar hittust ásamt foreldrum. Boðið var uppá mexíkóska kjúklingasúpu ásamt því að hlýða á flottan fyrirlestur hjá Örnu Ýr um hvernig hún byrjaði í sinni hestamennsku og hvernig hún hefur þróast alveg fram að þátttökunni á Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.

Síðan voru veitt verðlaun fyrir flottan keppnisárangur sem og góða ástundunun og framfarir á síðasta ári.
Og að lokum kom Jónsi í svörtum fötum og skemmti börnunum og ekki síður foreldrum 🙂
Við þökkum fyrir frábært kvöld í alla staði með flottustu krökkunum

Verðlaunahafa fyrir frábæran keppnisárangur á árinu:
Arnar Máni Sigurjónsson
Hákon Dan Ólafsson
Selma María Jónsdóttir
Arnór Dan Kristinsson
Ásta Margrét Jónsdóttir
Heiða Rún Sigurjónsdóttir
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Verðlaunahafar fyrir góða ástundun og framfarir á árinu:

Birta Ingadóttir

Sigurjón Axel Jónsson

Margrét Löv Hansdóttir

Elmar Ingi Guðlaugsson

Heba Guðrún Guðmundsdóttir

Jóhann Guðmundsdóttir

Sveinn Sölvi Petersen

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með gott hestaár og jafnframt öllum þeim sem njóta hestsins í sinn hátt því á milli manns og hests liggur leyniþráður sem skapar ógleymanlegar stundir og minningar.

(sjá fleiri myndir hér

84item(s) « 1 of 3 »

)