Uppskeruhátíð barna og unglinga var haldin síðasta mánudagskvöld. Byrjað var á því að borða saman mexikanskar tortillur sem runnu ljúft niður hjá þeim rúmlega sextíu sem mættu. Síðan voru afreksknapar heiðraðir en þeir eru fjölmargir enda gríðalega öflugir knapar sem eru innan okkar raða.
Jóhann Skúlason margfaldur heimsmeistari kom og hélt einlægan fyrirlestur um sig sem hestamann. Áhorfendur sátu hljóði í rúman klukkutíma og hlutstuðu á hann segja frá hvernig sín hestamennska byrjaði og þróaðist í gegnum tíðina. Gaman var að heyra að hann var eins og allir hinir til að byrja með, hafði mest gaman að fara hratt. En hann hvatti einmitt krakkana til að hafa sem mest gaman af hestamennskunni og síðar væri síðan hægt að setja sér markmið til að ná. Í sínu tilviki hefði það verið að verða heimsmeistari sem hefur sannarlega gengið eftir hjá honum.
Eftaldir knapar voru heiðraðir
Arnór Dan Kristinsson varð Íslandsmeistari í fjórgangi í unglingaflokki. Gústaf Ásgeir Hinriksson var Íslandsmeistari í tölti unglinga, slaktaumatölti unglinga, fimmgangi unglinga, gæðingaskeiði unglinga og stigahæsti knapinn í unglingaflokki.
Aðrir knapar sem stóðu sig vel á árinu
Arnar Máni Sigurjónsson,
Arnór Dan Kristinsson.
Ásta Margrét Jónsdóttir
Bára Steinsdóttir
Hákon Dan Ólafsson
Maríanna Sól Hauksdóttir
Snorri Egholm Þórsson
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Framfaraverðlaun Fáks 2013 hlaut
Dagur Ingi Axelsson
Ástundunarverðlaun Fáks 2013 hlutu
Aron Frey Petersen
Sölvi Karl Einarsson
Benjamín Sandur Ingólfsson
Hulda Katrín Eiríksdóttir
Kolbrá Magnadóttir