Undirbúningsvinna fyrir landsmót er nú á lokametrunum. Verkefni kvöldsins eru að raða stólum og borðum í HM tjaldinu og girðingin í kringum svæðið verður sett upp.

Það er ekki hægt að segja annað en að svæðið okkar sé orðið hið glæsilegasta og hefur verið gaman að sjá hvað margir hafa lagt sitt af mörkum við þá vinnu á undanförnum vikum og mánuðum og er það ómetanlegt að eiga svona góðan hóp af fólki innan raða félagsins.

Allar hendur eru vel þegnar í kvöld en við stefnum á að byrja á girðingunni undir klukkan fimm. Það eru jafnframt fullt af verkefnum í gangi í dag og fram á laugardag þannig að það er nóg að gera fyrir alla sem hafa tök á því að aðstoða okkur hvort sem það er í dag, kvöld eða á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur næstu daga og að sjálfsögðu á Landsmóti 🙂