Vorið er keppnistímabil okkar hestamanna. Fræðslunefnd Fáks hefur því fengið til liðs við sig reynsluboltann Sigurbjörn Bárðarson til að bjóða upp á aðstoð og undirbúning fyrir keppni á Hvammsvellinum mánudaginn 25. og 26. apríl.

Fyrirkomulagið verður þannig að hver nemandi mætir með sinn hest og ríður keppnisprógram, hvort sem um er að ræða gæðingakeppni eða íþróttakeppni. Diddi mun koma svo með ábendingar og athugasemdir, gefa einkunn, skriflega umsögn og leiðbeiningar. Um er að ræða 2 x20 mínútna tíma.

Verð 5000 kr.

Skráning inni á Sportfeng