Í ljósi slyss sem varð á stóra stóra hringvellinum í vikunni er það áréttað að umferð ökutækja er stranglega bönnuð á vellinum. Einu undantekningartilvikin eru þegar verið er að reka á honum innan uppgefinna rekstrartíma. Þær reglur má finna <hér>.
Ef ekki verður farið eftir þessum reglum mun félagið loka vellinum fyrir öllum nema ríðandi umferð.
Þá hefur skrifstofu einnig borist kvartanir um tillitsleysi á reiðstígum og inni í reiðhöll og biðjum við lyklahafa að kynna sér þær reglur sem í reiðhöllinni gilda <hér>.
Sýnum tillitssemi og metum aðstæður þegar tekið er framúr eða knöpum mætt á reiðstígum eða í reiðhöllinni.
Nú eru mörg börn og nýliðar að stíga sín fyrstu spor í að fara ein í útreiðatúr eða ríða í opnum tímum í reiðhöllinni. Tökum tillit til annarra svo allir geti notið hestamennskunnar.